BURÐARÞOL
Hnit hefur frá upphafi starfað við hefðbundna mannvirkjahönnun s.s. burðarþolshönnun og hönnunartengda áætlanagerð. Mikill metnaður er lagður í vönduð vinnubrögð og trausta reikninga á burðarþoli. Mörg verkefna Hnits á sviði burðarþolsreikninga hafa verið flókin úrlausnar.
Sviðsstjóri byggingasviðs, Haukur J. Eiríksson er aðjúnkt við Háskóla Íslands og hefur kennt námskeið í hönnun steinsteypuvirkja síðan 2002. Hann var einnig formaður Steinsteypufélags Íslands 2004-2007.
Meðal verkefna Hnits má nefna hönnun verksmiðju- og skrifstofuhúsa, hjúkrunarheimila, bílastæðahúsa, íbúðarhúsa, umferðarbrúa, sundlauga, auk fjölmargra annarra mannvirkja.
Hnit hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði af bestu gerð. Þar má nefna teikniforritin AutoCAD, AutoCAD Civil3D Revit og Microstation. Við alla flóknari burðarvirkisgreiningu er notað Finite Element (FEM) forritið SAP-2000. Auk þess eru notuð fjölmörg sérhæfð reikniforrit.
Innan byggingasviðs er einnig öflugt teymi lagnahönnuða og jarðtæknihönnuða.
Tengiliður vegna mannvirkjahönnunar er Haukur Jörundur Eiríksson
Hnit sá um alla verkfræðihönnun hótelsins, burðarþol, lagnir og loftræsingu.
PÓSTMIÐSTÖÐ ÍSLANDSPÓSTS- stækkun
Hnit sá um alla verkfræðihönnun hótelsins, burðarþol, lagnir og loftræsingu.
Hnit sá um alla verkfræðihönnun 69 herbergja hótels í Rangárþingi ytra, burðarþol, lagnir og loftræsingu.
FLUGSTJÓRNARMIÐSTÖÐIN Í REYKJAVÍK - STÆKKUN
Hnit hannaði burðarþol, lagnir og loftræsingu á árunum
2014 - 2015.
Auk vega hannaði Hnit tvær brýr og undirgöng. Brýrnar eru að verulegu leyti forsteyptar og brúargólfið er með kúluplötum.
Hönnunin fór fram á árunum 2013 - 2014.
STÆKKUN VERKSMIÐJUBYGGINGA Í STRAUMSVÍK
Hnit hannaði útlit, burðarþol, lagnir og loftræsingu í nokkrum verksmiðjubyggingum og mötuneyti í Straumsvík árið 2011.
Hnit sá um hönnun burðarþols og ankera fyrir bílahús Hörpu árin 2007-2010.
Hnit sá um verkefnastjórnun, gerð ástandsskýrslu og sigmælinga, forhönnun burðarvirkja, gatnakerfa o.fl.
Hnit hannað burðarþol, lagnir og loftræsingu árin 2004 - 2005.
SKRIFSTOFUBYGGING VIÐ URÐARHVARF
Hnit hannað burðarþol, lagnir og loftræsingu árin 2005 - 2006.