BYGGINGAR - FRAMHALD

Hér að neðan eru eldri verkefni Byggingasviðs Hnits.

Til baka í byggingar.

Hnit verkfræðistofa - Tunguvegur, gatnagerð, veghönnun

PÓSTMIÐSTÖÐ ÍSLANDSPÓSTS- STÆKKUN

Hönnun burðarþols, lagna og loftræsingu stækkunar vinnslusals og hliðarbyggingar Póstmiðstöðvar Íslandspósts á Stórhöfða 32. Stækkun vinnslusalar er á tveimur hæðum og er neðri hæðin steypt en efri úr stálgrind. Stærð stækkunarinnar er 2.000

Hnit verkfræðistofa - álver

HÓTEL LANDBORGIR

Verkfræðihönnun á 69 herbergja hóteli í Rangárþingi ytra þar á meðal, burðarþol, lagnir og loftræsingu. Hótelið er á 3 hæðum ásamt kjallara. Kjallarinn er staðsteyptur og efri hæðir úr krosslímdum timbureiningum. Stærð hótels 4.100 

Hnit verkfræðistofa - flugstjórnarmiðstöð

FLUGSTJÓRNARMIÐSTÖÐIN Í REYKJAVÍK - STÆKKUN

Hönnun burðarþols, lagna og loftræsingu vegna viðbyggingar á Flugstjórnarmiðstöðinni í Reykjavík á árunum 2014 - 2015. Viðbyggingin er á fjórum hæðum úr staðsteyptri járnbentri steinsteypu sem var klædd að utan. 

Hnit verkfræðistofa - álver

STÆKKUN VERKSMIÐJUBYGGINGA Í STRAUMSVÍK

Hönnun útlits, burðarþols, lagna og loftræsingu í nokkrum verksmiðjubyggingum og mötuneyti í Straumsvík árið 2011. Nýja stjórnhýsið í skautsmiðju er byggt úr forsteyptum einingum sem púsla þurfti utan um eldri mannvirki af milli nákvæmni.

Hnit verkfræðistofa

BÍLAHÚS HÖRPU Í REYKJAVÍK

Hönnun burðarþols og ankera fyrir bílahús Hörpu árin 2007-2010. Bílastæðabyggingin er neðanjarðar og voru því steypt mannvirki algerlega vatnsþétt og öll steypuskil hönnuð með tilliti til vatnsþéttileika. Hægt er að lesa nánar um það hér.

AÐLIGGJANDI MANNVIRKI HÖRPU

Verkefnastjórnun, gerð ástandsskýrslu og sigmælinga, forhönnun burðarvirkja, gatnakerfa o.fl. Hnit kom einnig að frumhönnun aðliggjandi bygginga Hörpu sem samanstanda af bílahúsi, forrými tónlistarhússins, hóteli og skrifstofubyggingu og íbúðarbyggingu og göngugötu með verslunum. Hægt er að lesa meira um það hér.

Hnit verkfræðistofa - vogaskóli hönnun

VOGASKÓLI Í REYKJAVÍK

Hönnun burðarþols, lagna og loftræsingu árin 2004 - 2005. Skólinn er á þremur hæðum tengist núverandi skólabyggingu. Byggingin er 3.700 m² og gerð úr súluplötu burðarvirki með kúluplötum frá BubbleDeck. 

Hnit verkfræðistofa - Urðarhvarf

SKRIFSTOFUBYGGING VIÐ URÐARHVARF

Hönnun burðarþols, lagna og loftræsingu á 10 hæða byggingu ásamt kjallara á árunum 2005 - 2006. Til að lágmarka eiginþyngd mannvirkisins og jarðskjálftaálag voru notaðar kúluplötur frá BubbleDeck.  

DSC08322.JPG

HÓPSKÓLI Í GRINDAVÍK

Hönnun burðarþols, lagna, loftræsingar, sprinkler-kerfis og rafmagns. Fyrsti áfangi er 1.825 m² að stærð

r_sigmundson28.JPG

R. SIGMUNDSSON VIÐ KLETTAGARÐA

Hönnun burðarþols stálgrindarbyggingar, lagna og loftræsingar.

Stærð byggingar er 3.500 m²  

Hampidjan.GIF

HAMPIÐJAN VIÐ SKARFABAKKA

Stálgrindarbygging og sambyggð steypt bygging Hampiðjunnar við Skarfagarða. Hönnun burðarþols, lagna, loftræsingar og rafmagns.

Netaverkstæðið er 3.400 m² að stærð og skrifstofubyggingin er 2.300 m² að stærð. 

uppst08-14.jpg

UMFERÐARBRÚ Á GATNAMÓTUM HRINGVEGAR VIÐ NESBRAUT

Hönnun burðaþols á umferðarbrú. Stærðin er 2x30 m haflengdir. 

sundlaug.jpg

SUNDLAUG ÓLAFSFJARÐAR - ENDURBÆTUR 

Hönnun burðarþols, lagna og lýsingar á endurbótum á sundlaug Ólafsfjarðar.