top of page

BÚÐARHÁLSVIRKJUN

Verkkaupi: Landsvirkjun og Landsnet

Framkvæmdakostnaður: 20+ milljarðar

Verkefni Hnits: Framkvæmdaeftirlit með byggingu stöðvarhúss, stíflumannvirkja, jarðganga, yfirfalls, tengivirkis og línulagningar. Einnig sá Hnit um rekstur og samræmingu raf- og vélbúnaðarsamninga. Verkið var unnið á árunum 2010-2014.

Búðarhálsvirkjun virkjar rennsli Tungnaár milli Hrauneyjafossvirkjunar og Sultartanga-virkjunar, en sá kafli Tungnaár rann fram að því óvirkjaður í Sultartangalón. Með tilkomu virkjunarinnar er fallið frá Þórisvatni og niður fyrir Sultartanga fullnýtt. Uppsett afl Búðarhálsvirkjunar er 95 MW og orkugeta allt að 585 GWst/ári.

 

Inntakslón Búðarhálsvirkjunar, Sporðöldulón, er myndað með um 2,1 km langri Sporðöldustíflu yfir Köldukvísl og Sporðöldukvísl, skammt ofan við ármót Köldukvíslar og Tungnaár rétt neðan við Hrauneyjafossstöð. Mesta hæð stíflunnar er 27 m. Flatarmál lónsins er um 7 ferkílómetrar. Frá Sporðöldulóni er vatnið leitt um 4 km löng aðrennsligöng gegnum Búðarháls að stöðvarhúsi. Frá stöðvarhúsinu er um 330 m frárennslisskurður út í Sultartangalón.

 

Stöðvarhús Búðarhálsvirkjunar er til hálfs ofanjarðar og grafið inn í hlíð Búðarháls við Sultartangalón. Tengivirki er við stöðina þaðan sem háspennulína liggur þvert yfir Búðarháls þar sem hún tengist inn á Hrauneyjafosslínu.

 

Uppsteypa stöðvarhúss

Uppsteypa stöðvarhúss

Steypueftirlit

Steypueftirlit

Starfsmaður Hnits fylgist með gæðum steypu áður en henni er dælt í mót. Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Stöðvarhús

Stöðvarhús

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Járnaúttekt í stöðvarhúsi

Járnaúttekt í stöðvarhúsi

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Uppsteypa stöðvarhúss

Uppsteypa stöðvarhúss

Hér er verið að steypa upp neðsta hluta stöðvarhúss og undirstöður fyrir fallpípur.

Stöðvarhús

Stöðvarhús

Horft niður eftir undirstöðu fallpípa niður í stöðvarhúsið.

Stöðvarhús

Stöðvarhús

Mælingamaður

Mælingamaður

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Starfsmenn Hnits

Starfsmenn Hnits

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Úttekt á steypuyfirborði

Úttekt á steypuyfirborði

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Aðrennslisgöng

Aðrennslisgöng

Aðrennslisgöng

Aðrennslisgöng

Unnið að hleðslu.

Aðrennslisgöng

Aðrennslisgöng

Borað fyrir bergboltum. Hægra megin við bíl Hnits er grautunarbíll.

HnitBudarhals-ASO (5).jpg

HnitBudarhals-ASO (5).jpg

Gangagerðareftirlitsmenn stilla sér upp. Frá vinstri: Hallvarður Vignisson, Ágúst Guðmundsson, Joseph Oyeniyi Ajayi, Guðmundur Björnsson á vegum Hnits. Lengst til hægri: Jón Smári Úlfarsson starfsmaður Landsvirkjunar. Á myndina vantar Þóreyju Ó. Þorgilsdóttur og Ófeig Ö. Ófeigsson. Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Stöðvarhús

Stöðvarhús

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

HnitBudarhals-ASO (2).jpg

HnitBudarhals-ASO (2).jpg

Ljósmynd: Auður Sólrún Ólafsdóttir.

Innmælingar

Innmælingar

Mælingamaður Hnits mælir inn efsta hluta sográsar.

Stíflugerð

Stíflugerð

Starfsmaður Hnits tekur út hreinsun botns undir stíflukjarna.

Jarðvinna í farvegi Köldukvíslar

Jarðvinna í farvegi Köldukvíslar

Jarðvinna á stíflusvæði

Jarðvinna á stíflusvæði

Stöðvarhússvæði

Stöðvarhússvæði

Stöðvarhús

Stöðvarhús

Neðsti hluti stöðvarhúss. Frávatnsrennur og dælurými.

Mælingar

Mælingar

Sporðöldustífla

Sporðöldustífla

bottom of page