JARÐTÆKNI

Hnit býður upp á almenna jarðtækniþjónustu og ráðgjöf við jarðvinnuframkvæmdir. Má þar t.d. nefna hönnun á undirstöðum hvers konar s.s. hefðbundnum sökklum, staurum og bergfestum. Auk þess hönnun á stoðveggjum, niðurrekstrarþiljum og jarðvegsfláum.

 

Hnit hefur einnig reynslu af stórframkvæmdum s.s. við stíflugerð og jarðgangagerð.

 

TUNGUVEGUR

Hnit sá um alla verkhönnun. Verkefni sem snúa að jarðtækni voru t.d. framkvæmd könnunar-hola, hönnun vegbyggingar, og grundun brúarmannvirkja á staurum með hliðarakkerum. Hönnunin fór fram á árunum 2013 - 2014.

BÍLASTÆÐAHÚS HÖRPU - BERGFESTUR

Hnit hannaði 500 ankeri sem halda niðri bílastæðahúsi Hörpunnar en mikið uppdrifsálag er á byggingunna vegna nálægðar við sjó og dýptar mannvirkis.

NORÐFJARÐARGÖNG

Hnit sér um framkvæmdaeftirlit við gerð Norðfjarðarganga 2012-2017.

BÚÐARHÁLSVIRKJUN

Hnit sá um framkvæmdaeftirlit með byggingu Búðarhálsvirkjunar á árunum 2010-2014.

Stuðull jarðtækniþjónusta jarðfræðiþjónusta verkfræðiráðgjöf 

Björn Jóhann Björnsson jarðfræðingur

jarðverkfræðingur

verkfræðiþjónusta

Hnit verkfræðistofa hf.,- Háaleitisbraut 58-60 - 108 Reykjavík -  kt. 510573-0729   - sími 5 700 500 - hnit@hnit.is

Hnit verkfræðistofa - gæðavottun

Hnit verkfræðistofa hefur verið starfandi frá árinu 1970 og sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar.

Jafnlaunavottun_2020_2023_f_dokkan_grunn