Öldur II & III, Hella
Verkkaupi: Rangárþing Ytra
Verkefni Hnits: Ýmis undirbúningsvinna s.s. gagnaöflun, mælingar, útfærslum og kostnaðarmat vegna verkframkvæmdar. Einnig var um að ræða alla hefðbundna gatnahönnun vegna hinna nýja hverfa, þ.e. hönnun gatna, lagna, gangstíga og bílastæða. Auk þess gerði Hnit hæðar- og lóðarblöð auk útboðsgagna fyrir verkið.
Um var að ræða tvö verkefni vegna nýrra íbúðarhverfa á Hellu (Öldur II og Öldur III).
Verkefnin fólust í ýmissi undirbúningsvinnu s.s. gagnaöflun, mælingum, útfærslum og kostnaðarmati ásamt gerð lóða- og mæliblaða. Einnig tóku verkefnin til hönnunar gatna, skólplagna, regnvatnslagna, kaldra neysluvatnslagna, götulýsingar og gerð útboðsgagna fyrir verkframkvæmdir. Þá unnu starfsmenn Hnits deiliskipulag fyrir Öldur II.
Öldur II
Um var að ræða tvær nýjar götur út frá Eyjasandi. Bolalda er botnlangagata en Baugalda er opin í báða enda. Svæðið er framhald núverandi byggðar í Öldum og hefur aðkomu frá Dynskálum og Langsandi. Stærð svæðis er um 4 ha. Nýja íbúðahverfið er með 27 einbýlis-, par- og raðhúsalóðum. Vinna við hönnun fór fram árið 2004.
Öldur III
Um var að ræða hluta af aðalgötu og samsíða botnlanga til austurs frá Langasand
ásamt þremur botnlöngum norðan við núverandi sláturhús Reykjagarðs við Dynskála og sem því
tilheyrir af lögnum og stígum. Hið nýja íbúðahverfi er með 56 einbýlis- og raðhúsalóðum. Hönnun fór fram árin 2007-2008.
Öldur IINýtt íbúðarhverfi á Hellu. | Öldur IIINýtt íbúðarhverfi á Hellu. |
---|