ÞÉTTBÝLISTÆKNI

Einn lykilþáttur í starfsemi Hnits er þjónusta við sveitarfélög s.s. við hönnun nýrra hverfa, veitukerfa, fráveitu, gerð lóðablaða, gatnagerð, stígagerð o.þ.h. Þá vinna starfsmenn Hnits að ýmsum tengdum verkefnum, s.s. umferðaröryggi, rannsóknum, mælingum, skýrslugerð og gerð áætlana og útboðsgagna. 

 

Fyritækið hefur auk þess mikla reynslu í verkefnum tengdum gangandi og hjólandi vegfarendum. Þar má sérstaklega nefna hönnun hjólastíga og aðgerða til að bæta aðgengi um stíga og stéttar Reykjavíkurborgar auk fjölmargra verkefna sem snúa að auknu umferðaröryggi, svo sem afmörkun 30km hverfa í Reykjavík.

 

Hnit hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði s.s. AutoCAD Civil3D og Autoturn.

 

Til útreikninga á umferðarhávaða og hljóðvarna er notast við SoundPlan, en það er einn besti hugbúnaður sem völ er á til hljóðútreikninga. Hnit hefur unnið fjölmörg verkefni á því sviði fyrir bæjar- og sveitarfélög. 

 

Tengiliður Hnits vegna verkefna á sviði þéttbýlistækni og gatnahönnunar er Guðmundur G. Hallgrímsson.

VÁSTAÐIR

Hnit sá um for- og verkhönnun 30 km hverfa og annarra aðgerða til lækkunar hraða. Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar.

HJÓLASTÍGUR BÚSTAÐAVEGI

Hnit sá um for- og verkhönnun hjólastígs meðfram Bústaðavegi.

 

Gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar.

 

VOGABYGGÐ 2

Hnit sá um forhönnun Vogabyggðar 2.

 

Einng gerð útboðsgagna og kostnaðaráætlunar.

GARÐAHRAUN, GARÐABÆ

Hnit sá um alla hefðbundna gatnahönnun vegna hins nýja hverfis, þ.e. hönnun gatna, regnvatnslagna, skólplagna, vatnslagna, gangstíga og bílastæða. Hönnun fór fram árið 2006.

ENDURNÝJUN GATNA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR

Hnit hefur unnið við hönnun endurnýjunar gatna í miðbæ Reykjavíkur allt frá árinu 1989.

ÖLDUR II & III, HELLA

Hnit sá um ýmsa undirbúningsvinna vegna tveggja nýrra hverfa á Hellu ásamt alla hefðbundna gatnahönnun vegna hinna nýja hverfa, þ.e. hönnun gatna, lagna, gangstíga og bílastæða. Auk þess gerði Hnit hæðar- og lóðarblöð auk útboðsgagna fyrir verkið. Hönnun fór fram árin 2004 og 2007-2008.

HAFNARSVÆÐI Í REYKJAVÍK

Hnit hefur til margra ára gert lóðarblöð á hafnarsvæðum fyrir Faxaflóahafnir. Einnig hefur Hnit hannað margar götur og hafnarbakkasvæði fyrir Faxaflóahafnir.