GATNA- OG VEGHÖNNUN

Fleiri verkefni Samgöngusviðs

TUNGUVEGUR Í MOSFELLSBÆ

Hnit sá um forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir verkið. Auk vegagerðar voru hannaðar brýr og undirgöng. Einnig var unnin greining á umferðarhávaða.

Hönnunin fór fram á árunum 2013 - 2014.

ARNARNESVEGUR

Hnit sá um forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna á tvöföldum Arnarnesvegi frá Reykjanesbraut að Fífuhvammsvegi á árunum 2008-2009. Árið 2014 verkhannaði Hnit veginn með 2 akreinum.

REYKJANESBRAUT

Hnit sá um forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir tvöföldun vegarins frá Hafnarfirði að Njarðvík.  Auk vegagerðar voru hannaðar 16 brýr á leiðinni. Hönnunin fór fram á árunum 2001-3.

NESBRAUT

Hnit sá um forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir tengingu Reykjavíkur við Hringveginn. Auk vegagerðar var hönnuð brú yfir Vesturlandsveg. Hönnunin fór fram árin 2004-5.

FÆRSLA SÆBRAUTAR UM LAUGARNES

Hnit sá um forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna ásamt útreikningum á hljóðstigi og hönnun hljóðvarna á svæðinu vegna færslu Sæbrautar árin 2005-2006.