VIRKJANIR OG JARÐGÖNG

Hnit hefur komið að gerð virkjana með ýmsum hætti. Hnit hafði t.a.m. framkvæmdareftirlit með byggingu Búðarhálsvirkjunar í samstarfi við starfsmenn Landsvirkjunar. Hnit sá um eftirlit með gerð Kárahnjúkavirkjunar (stíflur og göng) í samstarfi við innlendar og erlendar verkfræðistofur. Einnig kom Hnit að gerð Blönduvirkjunar á sínum tíma. Í ofangreindum verkefnum hefur fyrirtækið séð að miklu leyti um mælingar sem varða framkvæmdirnar.

 

Hnit hefur komið að gerð nokkurra jarðganga. Í Norðfjarðargöngum sáu starfsmenn Hnits um allt eftirlit verkkaupa.

 

Hnit sá um gerð alútboðsgagna fyrir Hvalfjarðargöng á sínum tíma og hefur sinnt ýmsum viðhaldsverkefnum í þeim síðan þau voru opnuð. Einnig hefur Hnit komið að gerð jarðganga vegna virkjanaframkvæmda og gert nákvæmnismælingar m.a. í Vaðlaheiðargöngum og Hvalfjarðargöngum. Núverandi starfsmaður Hnits var staðarstjóri verktaka í Sultartangagöngum og Héðinsfjarðargöngum.

 

Hnit hefur unnið að allmörgum verkefnum á sviði umhverfismála, s.s. mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er í flestum tilfellum nauðsynlegur undanfari stærri framkvæmda, þar sem leitast er við að skilgreina eðli framkvæmdanna og áhrif og afleiðingar þeirra á umhverfi sitt. Hnit hefur til þessa einkum unnið að mati á umhverfisáhrifum vegaframkvæmda en hefur einnig unnið að umhverfismati vegna virkjunar Urriðafoss í Þjórsá. Það er jafnframt viðamesta verkefni Hnits til þessa á sviði umhverfismála.

 

Jafnframt hefur Hnit unnið við gerð verkhönnunarskýrslu fyrir Urriðafossvirkjun í Neðri Þjórsá (150 MW og 900 GWt/ári) og við gerð forathugunarskýrslu fyrir virkjanakosti í Neðri Þjórsá. 

BÚÐARHÁLSVIRKJUN

Hnit hafði framkvæmdaeftirlit með byggingu Búðarhálsvirkjunar á árunum 2010-2014 í samstarfi við starfsmenn Landsvirkjunar.

NORÐFJARÐARGÖNG

Hnit sér um framkvæmdaeftirlit með gerð Norðfjarðarganga 2012-2017.

KÁRAHNJÚKAVIRKJUN

Hnit var hluti af samstarfi nokkura verkfræðistofa um framkvæmdaeftirlit með byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2003-2008.

URRIÐAFOSSVIRKJUN Í ÞJÓRSÁ

Hnit annaðist í samstarfi við Sweco mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar við Urriðafoss í Þjórsá fyrir Landsvirkjun hf. Verkið er hið viðamesta sem Hnit hefur unnið á sviði mats á umhverfisáhrifum.