Hnit verkfræðistofa hf

Hnit verkfræðistofa hf veitir alla almenna verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar. Fyrirtækið hefur átt velgengni að fagna á 40 ára starfsferli sem byggir á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Til marks um hæfni og getu verkfræðistofunnar hefur stærstur hluti viðskiptavina Hnits beint viðskiptum sínum til fyrirtækisins í áratugi.

Starfsemi Hnits byggir fyrst og fremst á mannauði og því kappkostar fyrirtækið að hafa á að skipa sem hæfustu starfsfólki. Í dag vinna um 35 starfsmenn á stofunni, aðallega verkfræðingar, tæknifræðingar og mælingamenn.

Stjórnarformaður er Bjarni Gunnarsson. Framkvæmdastjóri er Harald B. Alfreðsson og aðstoðarframkvæmdastjóri er Kristinn Guðjónsson.

Starfsemi fyrirtækisins er skipt upp í eftirfarandi svið:

  • Byggingar - Sviðsstjóri: Haukur J. Eiríksson
  • Samgöngur og umhverfi - Sviðsstjóri: Guðmundur G. Hallgrímsson
  • Framkvæmdir og mælingar - Sviðsstjóri: Atli Hauksson

Náin samvinna er á milli sviðanna. Frekari upplýsingar er að fá á síðu viðkomandi sviðs.