top of page

GILDI OG STEFNUR

GILDIN OKKAR

 

FAGMENNSKA

 - Við byggjum þjónustuna á þekkingu og reynslu, góðu skipulagi og vönduðum vinnubrögðum.

 - Við miðlum þekkingu og reynslu innan fyrirtækisins og vinnum stöðugt að þróun og nýsköpun.

 

LIPURÐ

 - Við sýnum þjónustulund og jákvæða framkomu gagnvart viðskiptavinum og samstarfsfólki. 

 - Við erum sveigjanleg við lausn verkefna og í samskiptum við viðskiptavini. 

 

VIRÐING

 - Við berum virðingu fyrir samstarfsfólki, starfsháttum fyrirtækisins og vinnuumhverfi.

 - Við berum virðingu fyrir viðskiptavinum Hnits og hagsmunum þeirra.

 

ÁREIÐANLEIKI

 - Við sýnum áreiðanleika og skilvirkni í starfi.

 - Við stöndum við skuldbindingar gagnvart viðskiptavinum og samstarfsaðilum.

 

 

STEFNURNAR OKKAR

 

GÆÐASTEFNA Hnits verkfræðistofu hf. er að

 - þróa og viðhalda vottuðu gæðastjórnunarkerfi fyrirtækisins

 - gæðakerfið stuðli að aukinni ánægju og trausti viðskiptavina

 - vanda áætlanir um verkefni og tryggja bestu og hagstæðustu lausn þeirra

 - virkja alla starfsmenn í gæðastarfi

 - þróa gæðakerfið yfir í heildstætt stjórnunarkerfi 

 

 

UMHVERFISSTEFNA Hnits verkfræðistofu hf. er að 

 - allir starfsmenn séu meðvitaðir um umhverfismál og þau áhrif sem starfsemin hefur á umhverfið

 - haga störfum á þann hátt að neikvæð umhverfisáhrif séu í lágmarki

 - vinna ávallt samkvæmt lögum og reglum sem varða umhverfismál

 - taka mið af umhverfisstefnu viðskiptavina og samstarfsaðila 

 - vinna að stöðugum umbótum á umhverfisstjórnun fyrirtækisins

 

 

JAFNRÉTTISSTEFNA Hnits verkfræðistofu hf. er að 

 - þróa og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi sem uppfyllir allar lagalegar kröfur og sætir stöðugum umbótum

 - við ráðningar og ákvörðun launa sé tekið tillit til hæfni, þekkingar og reynslu starfsfólks

 - að ákvörðun launa og annarra starfskjara feli ekki í sér mismunun af neinu tagi fyrir sömu eða jafnverðmæt störf

 - gæta að fullu jafnrétti varðandi endurmenntun, þjálfun og framgang innan fyrirtækisins

 - áreitni eða ofbeldi af neinu tagi verði aldrei liðið

 - gæta að sveigjanleika til að auðvelda starfsmönnum að samræma vinnu og fjölskyldulíf - 

 

Ný jafnréttisáætlun Hnits var jafnframt samþykkt af  Jafnréttisstofu þann 11.10.2022

 

 

ÖRYGGISSTEFNA Hnits verkfræðistofu hf. er að: 

 - tryggja starfsfólki sínu öruggt og heilsusamlegt umhverfi 

 - kynna öryggismál fyrir nýliðum.

 - meta áhættu vegna atburða sem geta valdið heilsutjóni, meðhöndla hana og skrá.

 - greina, útfæra og skrá aðgerðir til að lágmarka áhættu.

 - fylgja verklagsreglum um áhættusama verkþætti.

 - viðurkenndur hlífðar- og öryggisbúnaður sé aðgengilegur starfsfólki og honum skipt út eftir þörfum.

bottom of page