FRAMKVÆMDIR
Framkvæmdaráðgjöf er stór þáttur í starfsemi Hnits. Þar er til dæmis um að ræða umsjón og eftirlit með mannvirkjagerð og verklegum framkvæmdum, verkefnastjórnun og áætlanagerð.
Starfsmenn Hnits hafa víðtæka reynslu, sem þeir hafa öðlast í stórum og smáum verkefnum á þessu sviði á vegum sveitarfélaga, ríkisfyrirtækja og einkaaðila. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið að fjölmörgum
gatna- og vegagerðarverkefnum ásamt undirgöngum og brúarmannvirkjum, lagna- og fráveitumannvirkjum og ýmsum byggingar- og viðhaldsverkefnum, m.a. viðhaldi á skrifstofu- og íbúðarhúsnæði. Einnig hafa starfsmenn Hnits komið að mörgum stærri virkjanaframkvæmdum sem unnin hafa verið á síðustu árum, s.s. eftirlit með stíflum Kárahnjúkavirkjunar og byggingu Búðarhálsvirkjunar. Þá var eftirlit með gerð Norðfjarðarganga á vegum Hnits.
Á sviði bygginga má nefna eftirlit með uppbyggingu Dalskóla, sem er stærsta einstaka verkefni sem Reykjavíkurborg hefur ráðist í.
Mælingar eru einnig ríkur þáttur í starfseminni, en grunnurinn að starfsemi Hnits liggur þar og nafn fyrirtækisins jafnframt með vísan í landmælingar. Hnit sá um allar mælingar verkkaupa við gerð Kárahnjúkavirkjunar (stíflur og göng). Einnig sá Hnit um mælingar verkkaupa vegna byggingar Búðarhálsvirkjunar og áður við gerð Blönduvirkjunar. Hnit hefur í auknum mæli notað dróna við mælingar, s.s. við magntöku, landlíkanagerð og fleira.
Sviðsstjóri fagsviðsins er Leifur Skúlason Kaldal
LAXATELJARI
Eftirlit með byggingu nýs laxateljaramannvirkis OR í Elliðaám. Verkefnið fólst í endurnýjun laxateljaramannvirkis í eystri kvísl Elliðaánna neðan við frárennslisskurð Elliðaárstöðvar. Eldra mannvirki var fjarlægt úr farveginum og nýtt mannvirki steypt. Veita þurfti ánni fram hjá framkvæmdarsvæðinu í áföngum á meðan uppsteypa fór fram. Framkvæmdakostnaður er um 100 milljónir.
HRINGVEGUR MILLI SELFOSS OG HVERAGERÐI
Eftirlit með byggingu 5 brúa og breikkun Hringvegar milli Biskupstungnabrautar og Hveragerðis, um 7,1 km langs kafla. Verkið felst í nýbyggingu Hringvegar að hluta og endurgerð núverandi Hringvegar að hluta, gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. (Ljósmynd: Vegagerðin).
DALSKÓLI
Eftirlit með uppsteypu og fullnaðarfrágangi á grunnskóla, menningarmiðstöð, bókasafni og sundlaug Dalskóla í Úlfarsárdal. Verkið fólst m.a. í uppsteypu og frágang utanhúss, lóðafrágang, innanhúsfrágang þ.m.t. loftræsikerfi, hússtjórnunarkerfi, sprinkler, brunakerfi og sundlaugakerfi.
Framkvæmdakostnaður 14.000 m. kr.
FRAM - ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ Í ÚLFARSÁRDAL
Eftirlit með byggingu 7.500 m² íþróttamiðstöðvar ásamt lóð, dæluhúsi, lýsingu kennisvallar og undirbyggingu fyrir keppnis- og æfingavallar ásamt girðingu umhverfis íþróttasvæðisins.
Framkvæmdakostnaður 3.500 milljóna. kr.
KLEPPSBAKKI
Á árunum 2016-2020 hafði Hnit umsjón og eftirlit með lengingu Kleppsbakka í Sundahöfn og gerð nýs Sundabakka. Verkið fólst í niðurrekstri á stálþili. Auk þessa var talsverð landgerð og ferging. Lögð var hitaveita á svæðið og vatnsveita og gerð var ný regnvatnsútrás. Alls voru malbikaðir um 5 hektarar á svæðinu.
Framkvæmdakostnaður 1.400 m. kr.
VIÐEYJARSUND
Haustið 2020 hafði Hnit eftirlit með dýpkun í Sundahöfn og á Viðeyjarsundi. Fjarlægðir voru 300.000 m3 efnis með dýpkunarskipi frá Belgíska verktakanum Jan De Nul.
SJÓVARNARGARÐAR
Árin 2018-2020 hafði Hnit eftirlit með gerð nýs 255 m langs sjóvarnargarðs á Gelgjutanga í Vogabyggð endurbyggingu sjóvarnargarðs á Eiðsgranda í Reykjavík.
Umsjón og eftirlit með uppbyggingu Hlíðarendasvæðisins. Verkið fólst m.a. í jarðvinnu, lagningu, stofnlagna fráveitu, lagna fyrir kalt- og heitt vatn, raflagna og fjarskiptlagna ásamt yfirborðsfrágangi á árunum 2015-2021.
Framkvæmdakostnaður 1.400 m. kr.
Framkvæmdaeftirlit með byggingu Búðarhálsvirkjunar á árunum 2010-2014, í samstarfi við starfsmenn Landsvirkjunar. Verkefnið er eitt það umfangsmesta sem fyrritækið hefur tekið að sér.
Nánari upplýsingar um verkið má nálgast hér.
Framkvæmdakostnaður 20.000 m. kr.
Eftirlit með 7.908 m gangagerð og tengdum mannvirkjum á Norðfjarðargöngunum, Gangamunnar eru skammt frá gamla Eskifjarðarbænum að sunnanverðu og 125 m.y.s í Fannardal í Norðfirði. Lesa má nánar um verkið hér.
Framkvæmdakostnaður 11,4 milljarðar kr.
Hnit hefur í áratugi látið til sín taka á sviði malbiksframkvæmda. Helstu verkefnin hafa verið eftirlit með malbikslagnir fyrir Reykjavíkurborg, Vegagerðina, Faxaflóahafnir, Fáskrúðsgöngin og endurnýjun slitlags í Hvalfjarðargöngunum ásamt mörgum fleirri aðilum.
Framkvæmdakostnaður hleypur á tugum milljarða kr.
Hnit hefur séð um umsjón og eftirlit með endurgerð flestra gatna í miðbæ Reykjavíkur. Í þessum verkum var skipt um jarðveg, lagnir endurnýjaðar og yfirborðsfrágangur en samskipti við hagsmunaaðila er stór þáttur á meðan framkvæmdir standa yfir.