top of page

STÖRF Í BOÐI

Hnit er fjölskylduvænn vinnustaður með jákvæðan starfsanda og sterka liðsheild. Við leggjum áherslu á jákvæð og hvetjandi samskipti og virðingu fyrir störfum hvers annars, sem og annarra. Það endurspeglast í gildum okkar: Fagmennska, lipurð, virðing, áreiðanleiki.

 

Við viljum alltaf stækka hópinn og hvetjum áhugasama til þess að sækja um, hvort heldur sem það er almenn umsókn eða eitt af neðangreindum störfum. Almennar kröfur sem eiga við um öll störfin:

 

 • Góð kunnátta í íslensku og ensku.

 • Sjálfstæð og öguð vinnubrögð

 • Góð samskiptafærni og jákvætt hugarfar

 

Umsóknir skal senda á starf@hnit.is merktar titli hvers starfs. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál.

 

Varðandi fyrirspurnir er hægt að hafa samband við viðkomandi sviðsstjóra og eru þeir nafngreindir hér að neðan.

 

Framkvæmdaráðgjöf

EFTIRLIT MEÐ VERKLEGUM FRAMKVÆMDUM

Við óskum eftir því að ráða öflugan og reyndan starfskraft í ráðgjöf og eftirlit með verklegum framkvæmdum, verkefnastjórnun og áætlanagerð.

Nordfjardargong.jpg

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði. M.Sc. gráða er kostur en ekki skilyrði.

 • Starfsreynsla á umræddum fagsviðum

 

Nánari upplýsingar veitir Þór Gunnarsson í síma 693 7402.

Mannvirkjahönnun

BIM SÉRFRÆÐINGUR

Við leitum að metnaðarfullum sérfræðingi í stöðu BIM sérfræðings. Í starfinu felst m.a. BIM stjórnun, líkanagerð, árekstrarprófanir og samræming hönnunar.

HjúkrunarheimiliSeltjar

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði verkfræði, tæknifræði, arkitektúrs, byggingarfræði eða sambærileg menntun sem nýtist í starfi.

 • Þarf að hafa næga reynslu til að geta starfað sjálfstætt

 

Nánari upplýsingar veitir Haukur J. Eiríksson í s. 897 0527

Mannvirkjahönnun

RAFLAGNA-HÖNNUÐUR

Starfið felst m.a. í vinnu við  hönnun, gerð útboðsgagna, áætlanagerð og aðra ráðgjöf á sviði raflagnakerfa, rafdreifikerfa og lýsingar fyrir byggingar og mannvirki.

Fiskislóð 37c utanhúss 2.jpg

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði rafmagnsverkfræði, rafmagnstæknifræði eða rafmagnsiðnfræði.

 • Þekking á helstu forritum sem notuð eru við hönnun rafkerfa og lýsingar s.s. Autocad,  Revit og lýsingaforritum

 

Nánari upplýsingar veitir Haukur J. Eiríksson í s. 897 0527

Gatnahönnun

HÖNNUÐUR GATNA OG LAGNA

Við leitum að reyndum hönnuði við gatnahönnun og þéttbýlistækni. Starfið felst í hönnun gatna, stíga og veitukerfa, ásamt gerð útboðsgagna og áætlana.

borgarlinan_mynd1.png

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði verkfræði eða tæknifræði. M.Sc. gráða æskileg

 • Starfsreynsla á umræddum fagsviðum

 • Reynsla af notkun hönnunarhugbúnaðar, s.s. NovaPoint eða Civil 3D.

 

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur G. Hallgrímsson í s. 863 5994.

Mannvirkjahönnun

BURÐARÞOLS-HÖNNUÐUR

Við leitum að byggingarverkfræðingi eða byggingartæknifræðingi í burðarþolshönnun mannvirkja.

Harpajpg

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun á sviði byggingarverkfræði eða byggingartæknifræði. M.Sc. gráða æskileg.

 • Þekking á helstu forritum sem notuð eru við burðarþolshönnun.

 

Nánari upplýsingar veitir Haukur J. Eiríksson í s. 897 0527

Tækniteiknun

TÆKNITEIKNARI

Við leitum að öflugum tækniteiknara til liðs við okkur. Í starfinu felst m.a. almenn tækniteiknun, rýni teikninga og samskipti við hönnuði.

Hampidjan.GIF 2015-3-11-8:25:54

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Nám í tækniteiknun eða sambærileg menntun.

 • Reynsla í Revit, lagnir og loftræsing. Kostur ef viðkomandi hefur reynslu í MagiCad, Civil 3D eða annarri þrívíddarteikningu.

 

Nánari upplýsingar veitir Haukur J. Eiríksson í s. 897 0527

IMG_1518.JPG
bottom of page