SAMGÖNGUR
Hönnun og ráðgjöf á sviði samgöngu- og þéttbýlistækni eru meðal veigamestu þátta fyrirtækisins og vegur þar þyngst vega- og gatnahönnun, ásamt hönnun tengdra mannvirkja, s.s. lagna og/eða grænna ofanvatnslausna.
Stærsta hönnunarverkefni Hnits verkfræðistofu í vegagerð var hönnun á tvöföldun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur árin 2001 - 2003, alls 23 km. Aðrir stórir vegir sem Hnit hefur hannað á síðari árum eru t.d. nýr Arnarnesvegur frá Reykjanesbraut til Fífuhvammsvegar, Tunguvegur í Mosfellsbæ, færsla Sæbrautar um Laugarnes og svo mætti áfram telja. Hnit hefur einnig annast gatnahönnun í stórum hverfum með krefjandi úrlausnarefnum á sviði þéttbýlistæknu og umhverfismála. Sérfræðingar Hnits hafa góða menntun á sviði grænna lausna, sem nýtast vel í slíkum verkefnum.
Hnit hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði í hönnun. Aðallega er notast við Novapoint frá Vianova í Noregi. Einnig er notast við hugbúnaðinn Autoturn til umferðargreininga á götum og vegum. Til útreikninga á umferðarhávaða notar fyrirtækið forritið SoundPlan, en það er einn öflugasti hugbúnaður sem völ er á til hljóðútreikninga.
Sviðsstjóri fagsviðsins er Guðmundur G. Hallgrímsson, byggingarverkfræðingur M.Sc.
GARÐAHRAUN SUÐUR - GARÐABÆ
For- og verkhönnun gatna og lagna í nýju deiliskipulagi. Verkefnið var krefjandi og vandasamt þar sem taka þurfti tillit til fyrri byggðar og hraunsins sem þurfti að varðveita eins mikið og hægt var. Hannaðar voru fjórar götur og einn stígur.
GEIRSGATA
Verkhönnun á Geirsgötu yfir bílakjallara ásamt verkhönnun gatnamóta og hliðarsvæða á gatnamótum Lækjargötu, Kalkofnsveg og Geirsgötu.
Hannaðar voru lagnir, lýsing og umferðarstýring á svæðinu.
VÁSTAÐIR
For- og verkhönnun á 30 km hverfum. Sett upp 30 km hlið, upphækkaðar gönguleiðir og þrengingar. Einnig útfærðar einstakar aðgerðir um alla borg þar sem talin var þörf á að draga úr umferðarhraða.
HJÓLASTÍGUR BÚSTAÐAVEGI
For- og verkhönnun á hjólastíg meðfram Bústaðavegi frá Háaleitisbraut að Stjörnugróf. Verkið var boðið út í tveimur áföngum og er hjólastígurinn um 1.5 km langur.
VOGABYGGÐ
Forhönnun á Vogabyggð. Einnig gerð útboðsgögn og kostnaðaráætlun til verkhönnunar.
ENDURNÝJUN GATNA Í MIÐBÆ REYKJAVÍKUR
Hönnun endurnýjunar gatna í miðbæ Reykjavíkur allt frá árinu 1989. Um er að ræða hefðbundna gatna- og lagnahönnun, þar sem lagnir eru oftast endurnýjaðar og götur ýmist steinlagðar eða malbikaðar.
ÖLDUR II & III - HELLA
Undirbúningsvinna vegna tveggja nýrra hverfa á Hellu ásamt allri hefðbundunni gatnahönnun vegna hinna nýju hverfa, þ.e. hönnun gatna, lagna, gangstíga og bílastæða. Ásamt deiliskipulagi fyrir Öldur II með 27 lóðum á 4 ha svæði. Öldur III eru með 56 lóðir.
HAFNARSVÆÐI Í REYKJAVÍK
Hnit hefur til margra ára gert lóðarblöð á hafnarsvæðum fyrir Faxaflóahafnir. Einnig hefur Hnit hannað margar götur og hafnarbakkasvæði fyrir Faxaflóahafnir.
URRIÐAFOSSVIRKJUN Í ÞJÓRSÁ
Mat á umhverfisáhrifum í samstarfi við Sweco, vegna virkjunar við Urriðafoss í Þjórsá fyrir Landsvirkjun hf. Verkið er hið viðamesta sem Hnit hefur unnið á sviði mats á umhverfisáhrifum.