VEGHÖNNUN

Hönnun og ráðgjöf á sviði samgöngutækni eru meðal veigamestu þátta fyrirtækisins og vegur þar þyngst vega- og gatnahönnun, ásamt hönnun tengdra mannvirkja. Stærsta veghönnunarverkefni Hnits í vegagerð var hönnun á tvöföldun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur árin 2001 - 2003, alls 23km. Aðrir stærri vegir sem Hnit hefur hannað á síðari árum eru t.d. nýr Arnarnesvegur frá Reykjanesbraut til Fífuhvammsvegar, Tunguvegur í Mosfellsbæ, færsla Sæbrautar um Laugarnes og svo mætti áfram telja. Hnit sá um forhönnun Hvalfjarðarganga og voru alútboðsgögn unnin á Hnit. Eftir mikinn samdrátt í vegagerð hérlendis hin síðari ár hefur Hnit unnið að hönnun stórra vegaverkefna í Noregi í samstarfi við þarlenda aðila.

 

Hnit hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði í veghönnun. Aðallega er notast við Novapoint frá Vianova í Noregi. Einnig er notast við hugbúnaðinn Autoturn til umferðargreininga á götum og vegum.

 

Til útreikninga á umferðarhávaða notar fyrirtækið forritið SoundPlan, en það er einn öflugasti hugbúnaður sem völ er á til hljóðútreikninga.

 

Að neðan má sjá dæmi um ýmis verkefni sem Hnit hefur sinnt á síðustu árum.

 

Tengiliður Hnits vegna verkefna á sviði veghönnunar er Guðmundur G. Hallgrímsson.

GARÐAHRAUN suður, GARÐABÆ

Hnit sá um for- og verkhönnun gatna í nýju deiliskipulagi.

Aðlögun lóða, hönnun götulagna mm. Gerð útboðsgagna, kostnaðaráætlunar og lóðablaða.

GEIRSGATA

Hnit sá um verkhönnun Geirsgötu vegna breytinga á gatnahverfi við uppbyggingu á Hörpureit.

Sjá einnig hér verkefni í þéttbýlistækni