top of page

Urriðafossvirkjun í Þjórsá - Mat á umhverfisáhrifum

Verkkaupi: Landsvirkjun

Verkefni Hnits: Verkefnisstjórn umhverfismats

Hnit í samstarfi við Sweco annaðist mat á umhverfisáhrifum vegna virkjunar við Urriðafoss í Þjórsá fyrir Landsvirkjun hf. Verkið er hið viðamesta sem Hnit hefur unnið á sviði mats á umhverfisáhrifum.

 

Ráðgert er að virkjunin verði um 120 MW að afli. Stíflað verður við Heiðartanga, skammt ofan núverandi Þjórsárbrúar og mun stíflan liggja um 4,3 km leið upp með Þjórsá að vestanverðu. Lónhæð verður 51 metri og  myndast um 12,5 km2 lón ofan stíflu.

 

Hnit hafði með höndum verkefnisstjórn umhverfismatsins og ritstýrði og skrifaði matsskýrslu. Verkefnisstjórn fól m.a. í sér áætlanagerð og skipulagningu verkefnisins, mat á rannsóknarþörf og samskipti við sérfræðinga vegna rannsókna.

 

Ritstjórn og vinna við matsskýrslu fól í sér samantekt allra sérfræðiskýrslna um svæðið og áhrif á það, aðra heimildaöflun og skrif matsskýrslu. Þá annaðist Hnit útgáfu á matsskýrslu, öllum sérfræðiskýrslum og kynningarefni vegna matsins.

 

Í tengslum við matsvinnuna annaðist Hnit töku loftmynda, réttmyndagerð og gerð grunnkorta. Þá gerði Hnit öll kort í skýrsluna, auk þess að gera tölvumyndir af aðstæðum eftir virkjun. Einnig vann Hnit framkvæmdamælingar tengdar verkinu. Loks annaðist Hnit verkhönnun Urriðafossvirkjunar og var hún unnin samhliða mati á umhverfisáhrifum.

Urriðafossvirkjun

Urriðafossvirkjun

Urriðafossvirkjun

Urriðafossvirkjun

Hnit verkfræðistofa hf.,- Háaleitisbraut 58-60 - 108 Reykjavík -  kt. 510573-0729   - sími 5 700 500 - Hafa samband / Contact

BSI 2022.png

Hnit verkfræðistofa hefur verið starfandi frá árinu 1970 og sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar.

Hnit verkfræðistofa er hluti af Artelia Group.

Jafnlaunavottun_2020_2023_f_dokkan_grunn
bottom of page