top of page

BYGGINGAR

Hnit hefur frá upphafi starfað við hefðbundna mannvirkjahönnun s.s. burðarþolshönnun, lagna- og loftræsihönnun, hönnun raflagna og hönnunartengda áætlanagerð. Mikill metnaður er lagður í vönduð vinnubrögð og trausta reikninga við hönnun mannvirkja. Mörg verkefna Hnits á sviði mannvirkjahönnunar hafa verið flókin úrlausnar, hvort heldur sem er útreikningar burðarþols, flókinna lagnakerfa og samþættingar allra þeirra þátta sem að mannvirkinu snúa.

Meðal verkefna Hnits má nefna hönnun verksmiðju- og skrifstofuhúsa, hjúkrunarheimila, bílastæðahúsa, íbúðarhúsa, umferðarbrúa, sundlauga, auk fjölmargra annarra mannvirkja. Sem dæmi annaðist Hnit alla verkfræðihönnun 69 herbergja hótels í Rangárþingi ytra, burðarþolshönnun brúa á Tunguvegi í Mosfellsbæ og hönnun burðarþols og ankera í bílastæðahús Hörpu.

Hnit hefur yfir að ráða öflugum hugbúnaði af bestu gerð. Þar má nefna teikniforritin AutoCAD, AutoCAD Civil3D Revit og Microstation. Við alla flóknari burðarvirkisgreiningu er notað Finite Element (FEM) forritið SAP-2000. Auk þess eru notuð fjölmörg sérhæfð reikniforrit.

 

Sviðsstjóri byggingasviðs er Haukur J. Eiríksson, byggingarverkfræðingur M.Sc. og aðjúnkt við Háskóla Íslands.
 

knatthús Hauka_Page_05.jpg

KNATTHÚS HAUKA

Hönnun á burðarvirki, lögnum og loftræsingu f. knatthús í fullri stærð. Burðarvirki þaksins er bogalaga stálvirki sem er undirstutt af steyptum spyrnuveggjum meðfram báðum langhliðum. Heildarstærð byggingarinnar er 11.200 fermetrar. Sæti verða fyrir 800 manns í stúku, húsið getur jafnframt rúmað 9.000 manns á sérstökum viðburðum.

20238 - rannsoknarboranir (48).JPG

BRÚ HÓLMSÁ

Hönnun burðarþols brúar yfir Hólmsá vegna breikkunar Suðurlandsvegur rétt utan við Reykjavík. Brúin kemur við hlið núverandi brúar sem byggð var árið 1972. Brúin er um 30m löng.

Fiskislóð 37c utanhúss 2.jpg

HVERFABÆKISTÖÐ FISKISLÓÐ

Hönnun á burðarvirki, lögnum og loftræsingu f. hverfabækistöð Reykjavíkur sem samanstendur af skrifstofubyggingu og verkstæði. Skrifstofubyggingin er steinsteypt en stálvirki er í verkstæðishlutanum.

Laugavegur55

HÓTEL LAUGAVEGI

Hönnun á burðarvirki, lögnum og loftræsingu f. hótel að Laugavegi 55 í Reykjavík með 52 herbergjum. Byggingin er steinsteypt á 6 hæðum og er staðsett þétt á milli tveggja núverandi bygginga. Stærð hótelsins er 2.100 fermetrar.

HjúkrunarheimiliSeltjar

HJÚKRUNARHEIMILI SELTJARNARNESI

Hönnun á burðarvirki, lögnum og loftræsingu. Hjúkrunarheimilið samanstendur af fimm álmum sem eru tengdar saman með tengigangi. Byggingin er steinsteypt með útisvæði á þakinu. Stærð byggingar er 3.700 fermetrar.

Asvellirsalur2

ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ ÁSVÖLLUM

Burðarþolshönnun á íþróttasal ásamt stoðrýmum sem tengist núverandi íþróttamiðstöð. Stærð salarins er 44x36m. Útveggir eru steinsteypir en stálgrind er í þaki. Byggingin er samtals 2.400 fermetrar.

IMG_3705.jpg

SÖLUHÚS ÆGISGARÐI

Hnit og Yrki arkitektar unnu saman að hönnun söluhúsanna við Ægisgarð. Þau eru 6 talsins og leystu af hólmi kraðak mismunandi söluskúra. Þau sköpuðu þannig heildarmynd á Ægisgarði, innblásin af eldri götumynd. Hnit annaðist verkfræðilega hönnun húsanna, s.s. burðarþols- og lagnahönnun.

Drónaflug5.jpg

TENGIVIRKI LANDSNET

Hönnun tveggja 220kv tengivirkisbygginga og einnar spennubyggingar fyrir línu sem liggur á milli Akureyrar og Hólasands, þar sem hún tengist Kröflulínu.

P3100010.JPG

LEIKSKÓLAR

Hönnun burðarþols, lagna og loftræsingar fyrir leikskóla í Reykjavík, Hafnarfirði, Mosfellsbæ og Akureyri. Alls átta leikskólar með 2-4 deildir.

Grafískmynd.GIF

GRUND - MÖRKIN - TENGIBYGGING

Verkið fólst í hönnun á burðarþoli og lögnum í tengibyggingu milli íbúðabygginga á Suðurlandsbraut 58-62 og hjúkrunarheimilis á Suðurlandsbraut 66.

Stærð byggingana er 1.260 m².

Holtsvegur_23-25__Útlit03.jpg

HOLTSVEGUR 23-25 - GARÐABÆ

Verkið fólst í hönnun á burðarþoli,  lögnum  og loftræsingu í fjölbýlishúsi við Holtsveg 23-25 í Garðabæ. Allar lagnir og burðarkerfi hússins voru hannaðar í Revit. Stærðin á fjölbýlishúsinu er 2.700 m².

Hnit verkfræðistofa - flugstjórnarmiðstöð

REYKJAVÍK KONSÚLAT HÓTEL

Verkfræðihönnun hótelsins, burðarþol, lagnir og loftræsingu, alls að stærð 4.100 m². Hafnarstræti 19 var rifið og byggð upp með sama útliti en Hafnarstræti 17 var styrkt og skipt um burðarvirki í timburhúsinu. Lesa má nánar um verkefnið hér.

bottom of page