VERKEFNI

Verkefni fyrirtækisins gegnum tíðina hafa verið af ýmsum toga og spannað mörg svið. Hér er yfirlit helstu verka síðustu ár með áherslu á að sýna þverskurð þeirrar þjónustu sem við höfum veitt okkar verkkaupum.

 

 

Hnit verkfræðistofa - framkvæmdaeftirlit
FRAMKVÆMDARÁÐGJÖF

 

Framkvæmdaráðgjöf er mikilvægur þáttur í starfssemi Hnits.  Þar má nefna umsjón og eftirlit með mannvirkjagerð, verkefnastjórnun og áætlanagerð.

Hnit verkfræðistofa
VEGHÖNNUN

 

Hönnun og ráðgjöf á sviði samgöngutækni eru meðal veigamestu þátta fyrirtækisins og vegur þar þyngst veg- og gatnahönnun, ásamt hönnun tengdra mannvirkja. 

Hnit verkfræðistofa - lagnahönnun
LAGNAHÖNNUN

 

Hnit hefur víðtæka reynslu í hönnun hverskonar lagna. Má þar nefna húsalagnir, loftræsikerfi, sprinkler og fráveitur.

Hnit verkfræðistofa - burðarþol
BURÐARÞOL

 

Hnit hefur frá upphafi starfað við hefðbundna mannvirkjahönnun s.s. burðarþolshönnun og hönnunartengda áætlanagerð.

Hnit verkfræðistofa - landmælingar
MÆLINGAR

 

Hnit býður upp á allar helstu tegundir landmælinga auk þess að annast hnitaflutninga og varpanir milli ólíkra hnitakerfa með sérhæfðum hugbúnaði. Hnit hefur verið í fararbroddi á þessu sviði og stefnir á að vera það áfram. 

Hnit verkfræðistofa - virkjanir og jarðgöng
VIRKJANIR OG JARÐGÖNG

 

Hjá Hnit starfa menn með áralanga reynslu við eftirlit með byggingu virkjana og jarðganga.

Hnit verkfræðistofa - þéttbýlistækni
Hnit verkfræðistofa - jarðtækni
ÞÉTTBÝLISTÆKNI

 

Hnit hefur allt frá upphafi starfað fyrir bæjar- og sveitarfélög við hönnun gatna, göngu- og hjólastíga og veitukerfa í þéttbýli.

JARÐTÆKNI

 

Hnit býður upp á almenna jarðtækniþjónustu og ráðgjöf við jarðvinnuframkvæmdir. Má þar t.d. nefna hönnun á sökklum, staurum, stoðveggjum, jarðvegsfláum og bergfestum.