top of page

VOTTANIR

BSI 2022.png
ISO 9001 VOTTUN FRÁ BRITISH STANDARD

 

Ráðgjafarstarfsemi Hnits er vottuð skv. ISO 9001 gæðastjórnunarstaðlinum. Það var hin virta stofnun British Standards Institution sem vottaði fyrirtækið fyrst árið 2005.

Með þessu tryggir Hnit stöðu sína í hópi fremstu verkfræðistofa landsins og leitast þannig við að uppfylla væntingar og kröfur viðskiptavina sinna um faglega lausn verkefna, tímasetningar og kostnað.

 

ISO 9001 staðallinn gerir ákveðnar kröfur til gæðastjórnunarkerfis fyrirtækja. Þar er m.a. gerð krafa um að unnið sé eftir fyrirfram ákveðnu verklagi með hagsmuni viðskiptavinarins að leiðarljósi, að stýring skjala sé í skilgreindum farvegi sem og stjórnun verkefna. Gæðastjórnunarkerfi sem vottað er samkvæmt staðlinum er því mikilvægt stjórnunartæki við skipulagningu og framkvæmd verkefna fyrir viðskiptavini fyrirtækisins.

 

Með innleiðingu og vottun gæðastjórnunarkerfis hjá Hniti og framkvæmd þeirrar gæðastefnu sem fyrirtækið hefur sett sér, er tryggt að Hnit mun vinna stöðugt að því að uppfylla kröfur viðskiptavinarins um gæði á sem hagkvæmastan hátt. Gæðakerfi Hnits endurspeglar þá þekkingu og reynslu fyrirtækisins sem hefur skapast í áratuga langri starfsemi þess.

 

Hér má sjá vottunarskírteinið á pdf formi.

ÍST-85 JAFNLAUNAVOTTUN FRÁ BRITISH STANDARD

Hnit hefur haft jafnlaunavottun frá október 2020 í samræmi við ÍST-85: 2012 staðalinn. Það var einnig hið virta fyrirtæki BSI sem annaðist vottunina og er samþætting gæðakerfisins og jafnlaunakerfisins eitt af lykilatriðunum í uppbyggingu hins síðarnefnda.

Samhliða jafnlaunavottun var sett fram heildstæð jafnréttisáætlun í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008. Hún var samþykkt af Jafnréttisstofu í október 2022.

Hnit hefur því fest endanlega í sessi þá stefnu sína að vera fjölskylduvænn vinnustaður, þar sem starfsfólk fær að þróast og dafna, bæði sem einstaklingar og sem hluti af heild.

Vottunarskírteini á pdf formi

bottom of page