top of page

LANDMÆLINGAR

Grunnur fyrirtækisins var lagður með sérstöðu á sviði mælinga og hefur fyrirtækið ávallt lagt mikla áherslu á landmælingar, þ.e. þríhyrninga- og hæðarnetsmælingar, landamerkjamælingar, sigmælingar, netútjafnanir, eftirlitsmælingar og skyld verkefni. Þá hefur fyrirtækið annast hnitaflutninga (transformations), varpanir milli ólíkra hnitakerfa með sérhæfðum hugbúnaði, s.s. Caplan, Trimble Business Center auk forrita sem skrifuð voru á Hnit. Hnit hefur verið í fararbroddi á þessu sviði og stefnir á að vera það áfram. 

Hnit hefur yfir að ráða öllum þeim tækjum sem þarf til landmælinga:

 

- GPS mælitæki

- Alstöðvar 

- Fínhallamælar

- Skannar

- Dróni

- Önnur sérhæfð mælingatæki

Mörg stærstu verkefni undanfarinna ára hafa verið á sviði virkjanagerðar og jarðganga. Hnit sá um allar mælingar verkkaupa við gerð Kárahnjúkavirkjunar (stíflur og göng). Einnig sá Hnit um mælingar verkkaupa vegna byggingar Búðarhálsvirkjunar og áður við gerð Blönduvirkjunar.

 

 

Hnit hefur einnig séð um nákvæmismælingar vegna Norðfjarðarganga, Vaðlaheiðarganga og Hvalfjarðarganga.

 

 

Hnit hefur um árabil séð um mælingar á sigi fyllinga fyrir Faxaflóahafnir, innmælingar á lögnum fyrir Orkuveitu Reykjavíkur og auk þess innmælingar og útsetningar við gatnagerð fyrir Reykjavíkurborg.

 

 

Hnit hefur annast innmælingu og viðhald fastmerkja auk allrar almennrar mælingaþjónustu fyrir fjölmörg sveitarfélög, verksmiðjur og álver til margra ára.

Helstu þjónustuflokkar á sviði mælinga:

 

- Innmælingar, m.a. vegna hönnunar og magntöku.

- Útsetningar

- Fínhallamælingar

- Þjónusta við gangagerð og virkjanir

- Skönnun 

- Mælingar á malbikssliti

- Drónaflug, s.s. ástandsskoðun, lágflugsmyndir

bottom of page