top of page

 

Hnit verkfræðistofa hf. hefur frá upphafi veitt alla almenna verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar. Fyrirtækið starfar nú á fjölmörgum ólíkum sviðum og leitast við að veita vandaða þjónustu á sem breiðustum grundvelli. Má þar nefna m.a. veg- og gatnahönnun, áætlanagerð, burðarþolshönnun, lagnahönnun, hönnunarstjórn, landmælingar, framkvæmdaráðgjöf og verkeftirlit.

 

 

Hnit hefur verið til húsa í Miðbæ að Háaleitisbraut 58 - 60, 108 Reykjavík síðan 1988.

 

Kennitala Hnits verkfræðistofu hf. er 510573-0729

 

Hjá verkfræðistofunni starfa nú um 40 manns, verkfræðingar, tæknifræðingar, tækniteiknarar, jarðfræðingar, landfræðingar, skrifstofumenn og aðrir starfsmenn.

 

Hnit hefur að leiðarljósi að gæði vinnu sinnar séu tryggð þannig að viðskiptavinurinn megi ávalt vera ánægður með þjónustuna. Í því skyni hefur Hnit haft gæðavottun samkvæmt ÍST EN ISO 9001 staðli um gæðastjórnun síðan 2005.

 

Sjá má hér frekari upplýsingar um sögu Hnits fyrstu 40 árin allt frá stofnun 1970 til 2010.

Framkvæmdastjóri er Kristinn Guðjónsson.

 

Stjórn fyrirtækisins skipa Haukur Jörundur Eiríksson (stjórnarformaður), Leifur Skúlason Kaldal og Guðmundur Gunnar Hallgrímsson

UM HNIT 

Skipurit2023.png
bottom of page