top of page

FRAMKVÆMDIR - FRAMHALD

Hér að neðan eru eldri framkvæmdaverkefni Hnits.

Til baka í framkvæmdir.

Hnit verkfræðistofa

KLETTASKÓLI Í REYKJAVÍK

Eftirlit með byggingu 3.400 m² viðbyggingu við Klettaskóla

í Reykjavík. Í viðbyggingunni er íþróttaaðstaða og sundlaugar.

Á sama tíma var unnið að stórfelldum endurbætum á eldra húsnæði og því breytt til að henta betur starfsemi skólans.

Framkvæmdakostnaður: 2.9 milljarðar króna.

Hnit verkfræðistofa - kárahnjúkar

GÖNGUBRÚ YFIR BREIÐHOLTSBRAUT

Umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð 70 m göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut sem tengir saman Seláshverfi við Norðlingaholtshverfi. Einnig voru lagðir stígar og leiksvæði og landsvæði endurgert. Verkið var unnið árin 2014-2015.

Framkvæmdakostnaður: 220 milljónir kr.

Hnit verkfræðistofa - Háskólinn í Reykjavík

KRINGLUMÝRARBRAUT - STÍGAGERÐ OG VEITUR

Umsjón og eftirlit með lagnavinnu og stígagerð meðfram Kringlumýrarbraut milli Laugavegar og Miklubrautar árið 2015. Verkið fólst í gerð hjólastígs auk beygjurein og lagningu 600mm ductile stofnlagnar vatnsveitu ásamt fjölpípustofn og brunna.

Framkvæmdakostnaður: 100 milljónir kr.

Hnit verkfræðistofa - kárahnjúkar

KÁRAHNJÚKAVIRKJUN

Hnit var hluti af samstarfi verkfræðistofa um framkvæmdaeftirlit með byggingu Kárahnjúkavirkjunar á árunum 2003-2008. Hnit sá einnig um útboð og eftirlit á frágangsverkum 2009-2010. 

Hér má nálgast meira um það verkefni. 

Framkvæmdakostnaður 130 milljarðar kr.

Hnit verkfræðistofa - hafnarbakki

SKARFABAKKI, 2. ÁFANGI

Umsjón og eftirlit með lagnavinnu og fullnaðarfrágangi á yfirborði Skarfabakka ásamt gatnagerð á árunum 2013-2014.

Framkvæmdakostnaður 200 milljónir kr.

Hnit verkfræðistofa - Háskólinn í Reykjavík

KRIKASKÓLI - MOSFELLSBÆ

Eftirlit með byggingu 2.000  leik- og grunnskóla í Mosfellsbæ ásamt hönnunarstjórnun á seinni stigum framkvæmdarinnar á árunum 2008-2010. Skólinn er tveggja hæða steinsteypt bygging með þakvirki úr límtré og var reistur í einum áfanga.

Framkvæmdakostnaður 1 milljarður kr.

hr_04.jpg

GATNAGERÐ UMHVERFIS HÁSKÓLANN Í REYKJAVÍK

Umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gatnagerð umhverfis Háskólann í Reykjavík árin 2007-2010. Um er að ræða Nauthólsveg, Menntaveg og Menntasveig ásamt bílastæðum, stígum og frágangi við Háskólann. 

bottom of page