FRAMKVÆMDARÁÐGJÖF

Framkvæmdaráðgjöf er stór þáttur í starfsemi Hnits. Þar er til dæmis um að ræða umsjón og eftirlit með mannvirkjagerð, verkefnastjórnun og áætlanagerð.

 

Starfsmenn Hnits hafa víðtæka reynslu, sem þeir hafa öðlast í stórum og smáum verkefnum á þessu sviði á vegum sveitarfélaga, ríkisfyrirtækja og einkaaðila. Starfsmenn fyrirtækisins hafa komið að fjölmörgum gatna- og vegagerðarverkefnum ásamt undirgöngum og brúarmannvirkjum,  lagna- og fráveitumannvirkjum og ýmsum byggingar- og viðhaldsverkefnum, m.a. viðhaldi á skrifstofu- og íbúðarhúsnæði.  Einnig hafa starfsmenn Hnits komið að mörgum stærri virkjanaframkvæmdum sem unnin hafa verið á síðustu árum.

Hnit verkfræðistofa

KLETTASKÓLI Í REYKJAVÍK

Hnit sinnir eftirlit með byggingu hússins.

Verklok eru áætluð í ágúst 2018.

Hnit verkfræðistofa

NORÐFJARÐARGÖNG

Hnit hefur framkvæmdaeftirlit með gerð Norðfjarðarganga 2012-2017.

Hnit verkfræðistofa

SUÐURNESJALÍNA 2

Hnit hefur framkvæmdaeftirlit með gerð vegslóða, jarðvinnu og undirstöðum fyrir Suðurnesjalínu 2 milli Hraunhellu í Hafnarfirði og Rauðamels.

Verklok eru áætluð í lok september 2016.

Hnit verkfræðistofa - hafnarbakki

HLÍÐARENDI - JARÐVINNA 1. ÁFANGI

Hnit hafði umsjón og eftirlit með jarðvinnu, lagnavinnu og yfirborðsfrágangi vegna 1. áfanga á Hlíðarendasvæðinu árið 2015.

Hnit verkfræðistofa - kárahnjúkar

GÖNGUBRÚ YFIR BREIÐHOLTSBRAUT

Hnit hafði umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut frá Seláshverfi í Norðlingaholtshverfi og gerð aðliggjandi stíga. Verkið var unnið árin 2014-2015.

Hnit verkfræðistofa - Háskólinn í Reykjavík

KRINGLUMÝRARBRAUT - STÍGAGERÐ OG VEITUR

Hnit hafði umsjón og eftirlit með lagnavinnu og stígagerð meðfram Kringlumýrarbraut milli Laugavegar og Miklubrautar árið 2015.

Hnit verkfræðistofa

BÚÐARHÁLSVIRKJUN

Hnit hafði framkvæmdaeftirlit með byggingu Búðarhálsvirkjunar á árunum 2010-2014 í samstarfi við starfsmenn Landsvirkjunar.

Hnit verkfræðistofa

ENDURNÝJUN GATNA 

Hnit hefur hannað, gert útboðsgögn, og haft umsjón og eftirlit með endurgerð ýmissa gatna í miðbæ Reykjavíkur á undanförnum árum.

Hnit verkfræðistofa - malbik

EFTIRLIT OG ÚTBOÐ MALBIKSFRAMKVÆMDA

Hnit hefur séð um eftirlit og útboð vegna malbiksframkvæmda af ýmsum stærðum og gerðum.

Hnit verkfræðistofa - viðhald

VIÐHALD BYGGINGA

Hnit hefur séð um ástandskönnun og eftirlit vegna viðhalds á íbúðarhúsnæði fyrir einstaklinga og húsfélög.