Göngubrú yfir Breiðholtsbraut
Verkkaupi: Reykjavíkurborg og Vegagerðin
Kostnaðaráætlun: 217 milljónir
Verkefni Hnits: Umsjón og eftirlit með framkvæmdum við gerð göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut frá Seláshverfi í Norðlingaholtshverfi og gerð aðliggjandi stíga.
Um var að ræða nýbyggingu 70m göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut sem tengir saman Seláshverfi í Árbæ við Norðlingaholtshverfi. Einnig voru lagðir nýjir stofnstígar að nýja brúar-mannvirkinu og tengistígar lagðir í næsta nágrenni.
Til viðbótar var hluti reiðstígs endurnýjaður sem liggur frá gatnamótum við Víðidal að Suðurlandsvegi. Var legu reiðstígs breytt og hann lagður undir brúna.
Landsvæði kringum brúarmannvirkið var endurmótað og leiksvæði í Selási endurgert.
Verkið var unnið á árunum 2014-2015.