top of page

KÁRAHNJÚKAVIRKJUN

Verkkaupi: Landsvirkjun

Framkvæmdakostnaður: 130 milljarðar (heildarkostnaður við virkjunina)

Verkefni Hnits: Framkvæmdaeftirlit á stíflusvæði og í aðrennslisgönum var í höndum samsteypu nokkurra innlendra og erlendra verkfræðistofa sem var lægstbjóðandi í útboði verkkaupa í framkvæmdaeftirlit. Samsteypan kallaðist VIJV. Starfsmenn Hnits komu að eftirliti með flestum verkþáttum varðandi framkvæmdina s.s. bergþéttingu í stíflugrunnum, byggingu jarðvegsstíflna, uppsteypu á távegg, steypukápu á aðalstíflu og yfirfallsmannvirkjum auk jarðgangagerðar. Hnit hafði auk þess umsjón með öryggis- og umhverfismálum á svæðinu. Starfsmaður Hnits var aðstoðarstaðarverkfræðingur á Kárahnjúkasvæðinu. Verkið var unnið á árunum 2003-2008. Hnit annaðist einnig allar eftirlitsmælingar. Hnit sá um útboð og eftirlit á frágangsverkum eftir virkjunarframkvæmdir á árunum 2009-2010.

Hnit annaðist fjölbreytt verkefni vegna framkvæmda við hluta Kárahnjúkavirkjunar. Þau fólust m.a. í eftirliti og framkvæmdastjórnun vegna byggingar þriggja stífla sem mynda Hálslón og gerð aðrennslisganga að fallgöngum við Teigsbjarg. Hálslón er 57 ferkílómetrar að stærð.

 

Aðalstíflan við Hálslón sem kallast Kárahnjúkastífla þverar syðsta hluta Hafrahvammagljúfra vestan í Fremri-Kárahnjúk og er 190 metra há og 800 metra löng. Kárahnjúkastífla er gerð úr grjóti og þjöppuðu malarefni og með steyptri kápu á vatnshliðinni. Um 9 milljónir rúmmetra af fyllingu þurfti í stífluna. Beggja vegna Kárahnjúkastíflu eru tvær minni stíflur úr jarðvegi með þéttikjarna úr jökulruðningi; Desjarárstífla (65 metra há) og Sauðárdalsstífla (25 metra há). Samtals þurfti um 4 milljónir rúmmetra af fyllingu í hliðarstíflurnar tvær. Stíflurnar þrjár eru samanlagt um 3 km að lengd.

IMG_0496.JPG

IMG_0496.JPG

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Fyllingavinna í Kárahnjúkastíflu

Byrjað er að steypa vatnsheldu kápuna framan á stífluna.

Mælingar

Mælingar

Mælingarverkfræðingur Hnits að störfum neðan við Kárahnjúkastíflu.

Járnaúttekt

Járnaúttekt

Starfsmaður Hnits í járnaúttekt á fossbrúninni neðst í yfirfallsrennu.

Vinna við uppsteypu á yfirfallsrennu

Vinna við uppsteypu á yfirfallsrennu

Þéttitjald

Þéttitjald

Borað fyrir grautunarholum neðan við steypta kápu Kárahnjúkavirkjunar.

IMG_0505.JPG

IMG_0505.JPG

Karahnjúkastifla

Karahnjúkastifla

Kárahnjúkastífla séð neðan frá (loftmegin). Ökutækin gefa mælikvarðan sem sýnir hversu stór stíflan er.

Hjáveitugöng

Hjáveitugöng

Hjáveitugöng

Hjáveitugöng

Færibandakerfi

Færibandakerfi

Undirlag steyptu kápunnar

Undirlag steyptu kápunnar

Notuð var svokölluð RCC-steypa undir steyptu kápuna.

Hálslón

Hálslón

Kárahnjúkastífla, Fremri Kárahnjúkur, Desjarárstífla og Sandey (áður Sandfell).

Desjarárstífla

Desjarárstífla

Fyllingarvinna í Desjarárstíflu um það bil hálfnuð. Stíflan er hæsta stífla á Íslandi að Kárahnjúkastíflu undanskilinni.

Desjarárstífla

Desjarárstífla

Desjarárstífla

Desjarárstífla

Grjótúttekt

Grjótúttekt

Starfsmaður Hnits gerir eina af fjölmörgum grjótúttektum sem gerðar voru á grjótvörnum. Hver og einn steinn er skoðaður og tekinn út.

Grjótúttekt

Grjótúttekt

Starfsmenn Hnits gera grjótúttekt í Desjarárstíflu.

Sauðárdalsstífla

Sauðárdalsstífla

Vestan við Kárahnjúkastíflu er Sauðárdalsstífla. Hún var minnst stíflanna þriggja sem mynda Hálslón.

Úr Hálslóni er vatninu veitt um aðrennslisgöng sem liggja austur Fljótsdalsheiði að gangamótum við veitugöng úr Ufsarlóni suðaustan við Þrælaháls. Þaðan liggja ein göng norðaustur heiðina út í Teigsbjarg, skammt innan við Valþjófsstað. Með þessu fyrirkomulagi má nota miðlun í Hálslóni þannig að rennsli beggja jökulánna nýtist fyrir virkjunina. Göngin frá Hálslóni að Teigsbjargi eru um 40 km löng og til viðbótar koma ríflega 13 km göng úr Ufsarlóni. Göngin úr Hálslóni eru 7,2 - 7,6 metrar í þvermál, heilboruð að verulegum hluta. Göngin úr Ufsarlóni eru um 5,5 metrar í þvermál og einnig heilboruð að verulegum hluta.

bottom of page