top of page

Bílahús Hörpu í Reykjavík

Verkkaupi: Portus ehf.

Verkefni Hnits: Hönnun burðarþols og ankera í bílakjallara Hörpu. Umsjón með uppspennu ankera og mælingar.

Stærð: 19.000 fermetrar.

Hönnun bílastæðabyggingarinnar var unnin í samstarfi við Hönnun og síðar Mannvit.

 

Bílastæðabyggingin er neðanjarðar á tveimur hæðum með torgi ofan á þakplötunni. Byggingin er staðsett við höfnina og er ráðandi álag vatnsþrýstingur, en hönnunarsjávarstaðan nær að þakbrún. 

 

Steypt mannvirki þurftu að vera algerlega vatnsþétt, sprungum haldið í algjöru lágmarki og eru öll steypuskil sérstaklega hönnuð með tilliti til vatnsþéttleika með gúmmíborða og ídælislöngum.

 

Berandi plötur eru kúluplötur frá BubbleDeck með 16 x 7,5 m haflengdum. Notkun kúluplatna gerir kleyft að hanna opið og bjart rými þar sem nær öll kerfi eru innsteypt.

 

Sjaldgæft er að hús séu byggð algerlega neðanjarðar, að miklu leyti neðan vatnsborðs, án þess að ofanjarðar séu mannvirki sem hvíli ofan á kjallaranum og haldi byggingunni þannig niðri. Byggingunni er því haldið niðri með 500 uppspenntum bergankerum, sem ná 12 - 17 m niður í klöppina. Hvergi á Íslandi hefur áður verið notað jafn mikið af djúpum bergfestum. Notuð voru hágæða varanleg ankeri með tvöfaldri ryðvörn til að tryggja líftíma ankeranna.

 

Auk þess að hanna bergankerin hafði Hnit umsjón með forprófunum og uppspennu ankera og framkvæmdi mælingar vegna uppspennu.

Bílastæðahúsið

Bílastæðahúsið

Bjart og opið rými er gert mögulegt með notkun á kúluplötum.

Kúluplötur

Kúluplötur

Bílastæðahúsið

Bílastæðahúsið

Forrými Hörpu

Forrými Hörpu

Forrými Hörpu, þ.e. móttökusalur og rúllustigi upp í tónlistarhúsið sjálft, var hluti af bílastæðahúsinu.

Hnit verkfræðistofa hf.,- Háaleitisbraut 58-60 - 108 Reykjavík -  kt. 510573-0729   - sími 5 700 500 - Hafa samband / Contact

BSI 2022.png

Hnit verkfræðistofa hefur verið starfandi frá árinu 1970 og sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar.

Jafnlaunavottun_2020_2023_f_dokkan_grunn
bottom of page