top of page

Aðliggjandi mannvirki Hörpu - undirbúningur, vöktun og frumhönnun

Verkkaupi: Portus ehf.

Verkefni Hnits: Verkefnastjórnun, gerð ástandsskýrslu og sigmælingar, forhönnun burðarvirkja og gatnakerfa o.fl.

Verkefnið fólst í undirbúningi framkvæmdarsvæðis og vöktun núverandi bygginga í nágrenni framkvæmdarsvæðisins. Vinnan fólst meðal annars í vatnsþéttingu byggingarsvæðisins með stálþili og gerð ástandsskýrslu fyrir núverandi byggingar í nágrenninu (sprunguvíddarmælingar o.þ.h.), ásamt grunnvatnsmælingum og sigmælingum nágrannabygginga.

 

Hnit kom einnig að frumhönnun aðliggjandi bygginga Hörpu. Aðliggjandi byggingar samanstanda af bílahúsi fyrir 1.600 bíla, forrými Tónlistarhússins, 7 hæða hóteli með 400 herbergjum, tveimur skrifstofubyggingum með 5 og 6 hæðir og 5 hæða íbúðarbyggingu, ásamt göngugötu með verslunum, veitingastöðum og kvikmyndasölum. Á þaki bílahússins er torg. Heildarflatarmál bygginganna er 170.000 m2.

 

Frumhönnunin samstóð af athugun á skipulagi burðarvirkja, lagna- og rafmagnskerfa, innra skipulagi bílastæða, brunatækni, sjávarstöðu og sorpmálum, ásamt umferðargreiningum innan bílahússins og á gatnakerfinu í kring.

Harpan á framkvæmdatíma

Harpan á framkvæmdatíma

Þakplata bílakjallara

Þakplata bílakjallara

Harpan á framkvæmdatíma

Harpan á framkvæmdatíma

bottom of page