top of page

Arnarnesvegur: Reykjanesbraut - Fífuhvammsvegur

Verkkaupi: Vegagerðin, Kópavogsbær og Garðabær

Verkefni Hnits: Forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna fyrir verkið. Veghönnun, hönnun fjögurra undirganga, hljóðvistargreining og hönnun hljóðvarna. Hönnunin fór fram á árunum

2008 - 2009.

Um er að ræða nýjan 1.700 m langan kafla af Arnarnesvegi frá Reykjanesbraut austur að Fífuhvammsvegi í Kópavogi. Vegurinn liggur að hluta til á bæjarmörkum Kópavogs og Garðabæjar og tengir nýjar íbúðabyggðir við gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins. Að vestanverðu liggur vegurinn í 4 - 5 m djúpum skeringum og að austanverðu liggur hann um Leirdalinn, þar sem er gamall tippur og dýpi niður á fast er þar um 10 m.

 

Arnarnesvegur er 2+2 akreina vegur af vegtegund A22. Á kaflanum eru fjögur undirgöng fyrir gangandi og hjólandi umferð. Gert er ráð fyrir því að ÁDU fyrir Arnarnesveg verði 12.000 - 18.000 bílar árið 2018.

 

Vegurinn var kominn í úboð 2009, en vegna hrunsins var útboðið dregið til baka. Hnit hannaði þennan vegkafla til útboðs árið 2014 og var hann þá hannaður sem 2ja akreina vegur.

Arnarnesvegur

Arnarnesvegur

Hljóðvist - grunnmynd

Hljóðvist - grunnmynd

Hljóðvist - snið

Hljóðvist - snið

Hnit verkfræðistofa hf.,- Háaleitisbraut 58-60 - 108 Reykjavík -  kt. 510573-0729   - sími 5 700 500 - Hafa samband / Contact

BSI 2022.png

Hnit verkfræðistofa hefur verið starfandi frá árinu 1970 og sérhæfir sig í alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði mannvirkjagerðar.

Jafnlaunavottun_2020_2023_f_dokkan_grunn
bottom of page