top of page

Færsla Sæbrautar um Laugarnes

Verkkaupi: Vegagerðin og Reykjavíkurborg

Framkvæmdakostnaður

Verkefni Hnits: Forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna færslu Sæbrautar. Um hefðbundna gatna- og lagnahönnun var að ræða, ásamt útreikningum á hljóðstigi og hönnun hljóðvarna á svæðinu. Einnig var innifalin hönnun á færslu Laugarnesvegar við gatnamót Sæbrautar, hönnun á endurnýjun Kleppsvegar og hönnun Klettagarða á 200 m kafla norðan við Sæbraut. Verkið kom til framkvæmda árin 2006 - 2007.

Um 1.300 m langur kafli Sæbrautar, frá Laugarnesvegi í vestri til Kambsvegar í austri, var að hluta til í legu Kleppsvegar. Árið 1999 gerði Hnit drög að umferðarskipulagi sem fól í sér færslu Sæbrautar á þann hátt að ný 2 akreina gata kæmi utan (norðan) við núverandi Sæbraut. Tilgangurinn með færslunni var að auka umferðaröryggi svæðisins og m.a. að gera Kleppsveg aftur að húsagötu og jafnframt að bæta hljóðvistina.

 

bottom of page