Færsla Sæbrautar um Laugarnes
Verkkaupi: Vegagerðin og Reykjavíkurborg
Framkvæmdakostnaður:
Verkefni Hnits: Forhönnun, verkhönnun og gerð útboðsgagna vegna færslu Sæbrautar. Um hefðbundna gatna- og lagnahönnun var að ræða, ásamt útreikningum á hljóðstigi og hönnun hljóðvarna á svæðinu. Einnig var innifalin hönnun á færslu Laugarnesvegar við gatnamót Sæbrautar, hönnun á endurnýjun Kleppsvegar og hönnun Klettagarða á 200 m kafla norðan við Sæbraut. Verkið kom til framkvæmda árin 2006 - 2007.
Um 1.300 m langur kafli Sæbrautar, frá Laugarnesvegi í vestri til Kambsvegar í austri, var að hluta til í legu Kleppsvegar. Árið 1999 gerði Hnit drög að umferðarskipulagi sem fól í sér færslu Sæbrautar á þann hátt að ný 2 akreina gata kæmi utan (norðan) við núverandi Sæbraut. Tilgangurinn með færslunni var að auka umferðaröryggi svæðisins og m.a. að gera Kleppsveg aftur að húsagötu og jafnframt að bæta hljóðvistina.
Strætóbiðskýli. |
---|
Hljóðmön var sett milli Sæbrautar og Kleppsvegs til að minnka hljóðmengun í nálægum húsum. |
Að framkvæmd lokinni. |
Á framkvæmdatíma. |
Hönnun - Yfirlitsmynd |